Strætóappið

Ég hef tilhneigingu til að trúa því sem hér er borið á yfirstjórn Strætós. Ég hef verið skorpustrætónotandi í mörg ár en hjóla núna flestra minna ferða. Þess vegna hefur ekki reynt á neitt app hjá mér en ég reyndi oft að glöggva mig á nýjum leiðum á síðunni sem var ógerlegt nema maður þekkti þeim mun betur til. Ég skil ekki að útlendingar komist í gegnum frumskóginn upp á eigin spýtur.

Ég býst við að forritarinn hafi reynt að selja Strætó vinnuna sína þótt það komi ekki fram í fréttinni. En fyrirtækið Strætó gerir heldur lítið í alvöru til að fjölgja notendum. Þegar ég hef sent ábendingar eða fyrirspurnir í þjónustunetfangið hef ég að sönnu alltaf fengið svör en yfirleitt báru þau það með sér að sá sem varð fyrir svörum skildi ekki erindi mitt. Mér þótti til dæmis hvimleitt ef ég var á fimmtudagskvöldi að skoða hvernig ég gæti tekið strætó á sunnudegi að þurfa að bakka trekk í trekk og fara alltaf á byrjunarreit. Ég þurfti í hvert einasta skipti að setja inn áfangastaðinn og framtíðardagsetningu. Allt slíkt fælir notendur frá og rekur inn í bílana.

Ég væri búin að fá mér rafhjól ef ég hefði einhvern skúr til að hlaða það á næturnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband