Fimmtudagur, 18. júlí 2013
Litaglaðir bílar eru praktískir
Ég heyrði athyglisverða kenningu í vikunni sem ég á eftir að prófa, sem sagt þá að síður sé keyrt á bíla sem eru í sterkum litum. Og með fylgdi sú fullyrðing að rauðir bílar væru sérlega góðir í endursölu. Hmmm, já, mig langar miklu meira í skærrauðan, djúpbláan eða límónugrænan bíl en til dæmis gráleitan eða brúnan. Bílstjórar jeppa og enn stærri bíla sjá líklega stundum ekki bílana sem eru samlitir götunni, ekki frekar en þeir taka eftir hjólum.
Svo þóttist viðkomandi hafa tekið eftir því að fólk á efri árum keyrði frekar þessa bíla en yngra fólkið. Á það hef ég enn ekki fallist.
Og ég held áfram að góna á alla bíla sem ég rek augun í. Ég hef á tilfinningunni að Toyota sé með helminginn af markaðnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.