Mánudagur, 29. júlí 2013
Hversu stór er Vinnslustöðin?
Ef rétt er farið með í DV í dag, að Vinnslustöðin geti greitt 1.100 milljónir króna í arð, þætti mér forvitnilegt að vita hversu stórt fyrirtækið er í samanburði við önnur útgerðarfyrirtæki. Ávöxtun fjárfestanna er 13% sem virkar óraunsætt á mig. Er þetta raunveruleg áhætta? Áhættusamt fyrirtæki? Geta eigendur/fjárfestar tapað á þessu? Hafa þeir eitthvert árið verið í mínus?
Hver hefði arðgreiðslan orðið ef veiðigjöldin hefðu ekki verið lækkuð aftur?
Guðmundur Gunnarsson stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar segir fyrirtækið standa styrkum fótum ...
Ha? Mig hlýtur þá að misminna að Vinnslustöðin hafi nýlega hringt á vælubílinn.
Stjórnarformaðurinn segir það ekki hafa haft áhrif á arðgreiðsluna að stærstu eigendurnir séu skuldsett félög. Í félaginu eru náttúrulega tvö hundruð hluthafar, langflestir litlir, og þeir eru bara að sjá ávöxtun sinna peninga, sem þeir eiga í félaginu, segir Guðmundur Gunnarsson.
Er þá ekki öruggari fjárfesting að geyma peningana sína í útgerðarfyrirtæki en banka?
Í Viðskiptablaðinu í fyrra sagði Binni að veiðigjöldin næmu óbreytt 800-1.500 milljónum króna [á ári, geri ég ráð fyrir] og um leið rak stjórnin heila skipsáhöfn og fleiri til. Eru skipverjar af Gandí búnir að fá vinnuna aftur? Eða var togarinn seldur eins og til stóð vegna hárra veiðigjalda sem voru svo lækkuð?
Væri ekki rétt að leyfa okkur að heyra alla söguna? Hver hagnast, hver hefði hagnast, hefði einhver getað tapað, hefur atvinnuleysið í Vestmannaeyjum aukist?
Ekki veit ég hver staðan er.
Athugasemdir
„... 13 prósent af eigið fé,“ stendur í fréttinni, ekki 13% ávöxtun. Getur það verið?
Berglind Steinsdóttir, 30.7.2013 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.