Þriðjudagur, 30. júlí 2013
Ég þekki geislafræðing ...
... og veit að hún er ekki of sæl af laununum sínum. Ef maður er ekki þátttakandi veit maður aldrei alla söguna en ég man þó vel að þegar hér ríkti góðæri var ekki hægt að hækka laun í heilbrigðisgeiranum, t.d. laun ljósmæðra eða hjúkrunarfræðinga, og ekki heldur þegar kreppti að. Nú eru 40 geislafræðingar búnir að segja upp og það hlýtur að stefna í óefni á fimmtudaginn þegar uppsagnirnar taka gildi.
Svo var önnur frétt í dag um að einn vakthafandi lögreglumaður sinnti 100 kílómetra svæði (finn ekki fréttina og man ekki hvar þetta var) sem þýðir að ef tvö slys verða á sama eða svo gott sem á sama tíma þarf lögreglumaðurinn að velja á hvorn vettvanginn hann fer.
Þetta getur ekki talist í lagi. Þetta er grunngerðin, þetta eru aðalatriði. Og það er ekki í verkahring þeirra sem heyja heilbrigða kjarabaráttu að útvega peningana.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.