Austfirðir - vannýtt auðlind

Ég var á rápinu um Austfirði með 20 manna hópi í síðustu viku. Strax og Höfn í Hornafirði sleppti hættum við að sjá rútur svo nokkru næmi. Í hverju þorpinu af öðru sáum við varla fólk á götum úti. Náttúrufegurðin er mjög fjölbreytileg, fossar og flúðir, hamraberg og skriður, hreindýr, fuglar og blómaskrúð. Af hverju er Austurlandið ekki fjölsóttara en við upplifðum á meintum háannatíma?

Ég er að hlusta á þátt í útvarpinu um ferðamannalandið Ísland. Ég er enn á því að það sé ekki nógu dýrt að koma til landsins, ekki nógu hátt verð sett upp fyrir úrvalsmat úr frábæru hráefni og ekki nógu mikið markaðssett út fyrir suðvesturhornið og Norðurland.

 Neskaupstaður ofan frá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband