,,Fyrir miðnætti"

Í gærkvöldi sá ég mynd í bíó. Henni er lýst sem samtalsdrifinni og í því felast engar ýkjur. Á 109 mínútum var ábyggilega talað í tvo klukkutíma sleitulaust ... Allar setningarnar voru skiljanlegar í samhenginu og flestar útpældar. Hann vann debattið, hún vann debattið, þau unnu saman. Þetta voru miklar kynjapælingar, sambandspælingar, uppeldispælingar - næstum eins og kennslubók. Hvort sinnir heimilisstörfunum? Hvort situr úti á palli á Grikklandi meðan hitt situr inni í eldhúsi og sker tómata í salatið? Hvort ræður framtíðarbúsetu? Hvort elskar hitt meira eða er einhver kvóti á því?

Á einum sólarhring er ég búin að hugsa um þetta stanslaust í viku. Niðurstaða mín er að þrátt fyrir heilbrigða þanka þarf leikstjórinn, rétt eins og ofvirkur rútuleiðsögumaður, að gefa áhorfandanum (farþeganum) lágmarkssvigrúm til að melta pælingarnar og spekina. Ég held að spastíska skammtímafótaóþolið mitt í gærkvöldi hafi stafað af skorti á þessu svigrúmi.

Samt mæli ég hiklaust með „Fyrir dagrenningu“, „Fyrir háttumál“ og „Fyrir miðnætti“ en það er einmitt sú síðasttalda sem er sýnd í hlélausu Bíó Paradís. Karlarnir í kringum mig lýsa henni sem stelpumynd en samt eru þeir kengfullir af tilfinningum. Pælingar eru ekki einkamál kvenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband