Bílgreinasambandið - verðmat/verðmyndun

Ég er að fara að kaupa bíl. Þá er að ýmsu að hyggja, aðallega lit og lögun náttúrlega. Svo hugsa menn eitthvað aðeins um týpuna, getuna og verðið. Og mér var ráðlagt að skoða vef Bílgreinasambandsins til að átta mig á hvað væri eðlilegt að bjóða í girnilegan bíl. Nú er ég búin að setja inn ýmsar tegundir og miðað við tölurnar sem koma upp verðleggja allir bílana sína hundruð þúsunda umfram eðlilegt verð. Hversu mikið er þá að marka þessa reiknivél?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er nú bara misjafnt. Nota alltaf sambland af vef Bílgreinasambandsins og bilasolur.is. Bílgreinasambandið lætur bíla "oft" falla hraðar í verði miðað við aldur en gerist í raun og veru.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 18:45

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

... alltaf?

Berglind Steinsdóttir, 16.8.2013 kl. 23:42

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bílgreinasambandið notar einfaldan töflureikni við sína útreikninga, þar sem bíll er afskrifaður um ákveðna prósentu hvert ár. Fyrstu árin er þessi prósenta hærri en lækkar síðan eftir því sem bíllinn eldist. Inn í þessa jöfnu taka þeir svo akstur bílsins.

Þetta leiðir til þess að sumir eldri bílar koma út á núlli hjá þeim, jafnvel þó þeir séu í ágætu ástandi og þokkaleg söluvara.

Verð á bílasölum er aftur ákveðið með framboði og eftirspurn, auk þess sem bílasalan leggur örlítið þar ofaná.

Því má segja að reiknivél Bílgreinasambandsins sé ágæt í tilfelli nýlegra og lítið ekna bíla, en eftir því sem þeir eldast er minna að marka hana.

Verð á bílasölum er oftast eitthvað hærra en raunverulegt söluverð, en segir þó meir um verðgildið, sérstaklega á eldri bílum.

Sennilega er réttasta verðið á hinum ýmsu vefsíðum, s.s. eins og bland.is. Þar er fólk að selja bílana sjálft og því verð nærri sanni. Ókostur við slík viðskipti er að sjaldnast er einhver með sérþekkingu sem gengur frá kaupunum, eins og á bílasölum.

Gunnar Heiðarsson, 19.8.2013 kl. 08:12

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Takk fyrir þessa samantekt, Gunnar. Ég hef skoðað bilasolur.is til að glöggva mig en hef ekki fyrr en nýlega áttað mig á þessum möguleika Bílgreinasambandsins. Og Skoda Felicia '99 kemur alls ekki upp þar þótt ég viti um svoleiðis bíl keyrðan 100.000 km og í góðu standi. Hvað ætti hann að kosta ef hann skipti um hendur?

Berglind Steinsdóttir, 19.8.2013 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband