Sönn saga?

Það er dálítið erfitt að vera ósammála Hallgrími Helgasyni, Agli Helgasyni, Fríðu Björk Ingvarsdóttur og dómnefnd Fjöruverðlaunanna. Enda er ég ekki hrikalega ósammála, bara smávegis. Ég var að klára Ósjálfrátt og þurfti að pína mig til að klára undir lokin. Það eru margar undursamlega skemmtilegar senur í bókinni, þar á meðal ein framarlega sem ég heyrði höfundinn lesa í desember, sögur af Mömmu og Skíðadrottningunni, sögur af Eyju og Öggu, hjartnæmar lýsingar á samskiptum Eyju og eiginmannsins, minningar um snjóflóðið - ég sagðist ekki vera hrikalega ósammála - en þessi tvískipta saga dettur of oft í tvennt. Fortíð og nútíð rekast harkalega saman í sögupersónunni sem er svo lík höfundinum og, já, mér finnst Ósjálfrátt of mikil lykilsaga. Raunveruleikinn truflar mig. Ég efast ekki um að skáldskapurinn stuggi oft við sannleikanum en þjóðskáldið, Mamma og Fortíðareiginmaðurinn þvælast um of fyrir skáldskapnum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér um að það sé erfitt að vera ósammála.

Ég las bókina í sumar og það tók margar vikur. Hún náði aldrei að fanga mig og ég átti erfitt með þessa fyrstu persónu frásögn með vísun í fjölskyldu höfundarins sem þó er skáldsaga.

Ég vil að bækur nái til mín þanni að a.m.k. 50 síðustu blaðsíðurnar þá vilji ég helst ekki leggja þær frá mér. Ég þurfti hins vega að hafa mig alla við að halda þeim einlæga ásetningi mínum að klára þessa bók. Mundi svo ekki hvernig hún byrjaði þegar ég loksins kláraði hana.

hrafnhildur (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 15:25

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Vá, það er ekki erfitt að vera sammála þér, Habbý. Næst er að sjá hvort Jack Reacher höfðar til mín.

Berglind Steinsdóttir, 21.8.2013 kl. 15:50

3 identicon

Á nokkrar Lee Child bækur sem ég hef ekki lesið af því að bókarkápurnar og nafnið á höfundinum höfða ekki til mín. Hvað er það?

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 12:01

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mögulega fordómar en ég held að úrvalið sé svo mikið að auðvitað skipti allt svona máli. Ég reikna með að byrja í kvöld á fyrstu bókinni eftir Lee Child, Rutt úr vegi. Hún er nýkomin út á íslensku - en á frummálinu 1997. Hvað er það?

Berglind Steinsdóttir, 22.8.2013 kl. 17:18

5 identicon

Ég veit hvað það er !

Bókunum eftir Lee Child er dreift í kiljuklúbbnum og hafa þær ófáar komið þá leið inn á heimili mitt. Og þegar það er búið að opna á höfund inn í kiljuklúbbinn þá getur verið auðveldara að ná inn með þýðingar á eldri bókum heldur en koma með nýjan höfund/nýja bók. Þetta heitir að mjólka kúnna.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband