Ættleiddir þættir

Ég er fullumburðarlynd þegar kemur að titlum sem eru ekki þýddir. Ég hefði viljað að Idol hefði verið þýtt á sínum tíma en missti hvorki svefn yfir útlenskunni né sneri út úr með því að kalla þáttinn eitthvað upp á íslensku, s.s. Hjáguð, Ágoð eða Ædol.

Survivor var heldur ekki þýtt og ekki held ég So you think you can dance en hvernig í heitasta helvíti dettur nokkrum í hug að kalla þátt Ísland got talent?

Nei, forlátið, það er Ísland Got Talent! Verður hann svo skammstafaður ÍGT?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband