Þriðjudagur, 17. september 2013
Þurr vindur
Ég á það til að brúka minniskubbinn í hausnum á mér eins og hver annar gullfiskur. Þess vegna ætla ég að færa hér til bókar að í gær og í dag hefur verið glaðasólskin í Reykjavík og hraður vindur (bannað að segja rok, skilst mér). Og þetta hefur mér fundist fyrirtaksveður. Vindar mega blása EÐA himnarnir gráta. Ég vil helst ekki hvort tveggja í einu en í hádeginu hitti ég gamla samstarfskonu sem vildi frekar rok OG rigningu, allt frekar en fljúgandi ryk.
Við erum hvert með sínu mótinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.