Kynleg mismunun

Þegar ég vann sem nordjobbari í Finnlandi um árið var ég á hærra tímakaupi en Finnarnir sem unnu sömu störf og ég, bæði karlkyns og kvenkyns. Allir útlendu nordjobbararnir voru á hærra kaupi, skildist mér. Rökin? Við þurftum að borga leigu og höfðum almennt meiri rekstrarkostnað en heimamenn.

Það má sannarlega deila um þetta. Það munaði að vísu engum ósköpum, kannski var þetta meira táknrænt en þetta var sannarlega viljandi gert.

Vilji er allt sem þarf. Ef allir eru sammála um að óþolandi sé að mismuna fólki á grundvelli kyns á að breyta því. Á hverju strandar?

Á hverjum andskotanum strandar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband