Borgarskipulag og skoðanir

Hvarf Gísla Marteins úr atvinnustjórnmálum kemur flatt upp á mig. Nú sannast að ein vika er langur tími í pólitík án þess að ég sé svo sem til frásagnar um ferðir og hugsanir borgarfulltrúa.

Ekki síður kemur á óvart að heyra um nýja starfið hans og þá rifjast upp að Láru Hönnu Einarsdóttur var meinað að flytja vikulega pistla á RÚV um árið og henni borið á brýn að vera einhvers staðar í pólitík, líklega á vinstri vængnum af því að hún skrifaði fyrir Smuguna sem var að hluta í eigu Vinstri grænna. Að vísu birtist yfirlýsing um að hún endurnýtti pistlana sína en maður veit ekki alltaf í hvaða röð hlutirnir skipta máli.

Það truflar mig ekki að pistlahöfundar og þáttastjórnendur hafi skoðanir. Mér finnst að fréttamenn eigi að víkja þeim til hliðar í vinnunni og gæta sín líka utan vinnu en mér finnst almennt mannréttindi að fólk megi hafa skoðanir. Og þá er nú betra að vita hvar fólk stendur.

Var þátturinn annars nokkuð á dagskrá í dag ...?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband