Leiðsögumenn á ferðamálaþingi - hægferð

Formanni Félags leiðsögumanna var boðið að vera með erindi á ferðamálaþingi sem var haldið á Selfossi í dag. Dagskráin var þétt og erindin fín, tengslamyndun er mikilvæg sem og skemmtilegir þinggestir eins og var raunin í dag. Vonandi verður leiðsögumönnum oftar boðið í ræðustólinn þegar ferðaþjónustan er annars vegar.

Niðurstaðan eftir daginn var sú að ekki nógu mikið hefði breyst í aðbúnaði á 10 árum. Reyndar var Andri Snær Magnason með frábærar útfærsluhugmyndir. Ég nefni bara það að gera hjólreiðar auðveldr á Suðurlandi þannig að fólk geti látið duga að fara 30-50 kílómetra á hverjum degi, jafnvel með börnin sín. Þá gistir fólk oftar, borðar oftar og nýtur vonandi ferðalagsins betur.

Hægferð.

Nokkrir leiðsögumenn í kaffihléi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband