Skiptir sæstrengur máli?

Maður þyrfti auðvitað að lesa skýrsluna um sæstrenginn. Hún er 55 blaðsíður. Menn hafa fundað og rætt, skrifað fundargerðir og komist að niðurstöðu. En mín tilfinningalega niðurstaða er sú að það er löng leið til þeirra landa sem gætu viljað kaupa af okkur orkuna. Á þeirri leið gæti margt farið úrskeiðis. Ef afhending klikkar verður einhver viðtakandi óhress enda fær hann ekki orkuna eins og hann býst við. Af því ber einhver skaðann og bjargföst meining mín er að það yrðum við.

Mikið vildi ég að einhver gæti afsannað þessa kenningu mína og það með að öll orkan sem við værum aflögufær um gæti í mesta lagi lýst upp tvær breskar borgir.

Það er nær að byggja upp atvinnu á Íslandi og selja fyrirtækjum hér orkuna sem við getum með góðu móti framleitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Umræðan um sæstreng er með öllu óþörf og reyndar fáráðnleg, Berglind.

Ástæðan er einföld, það finnst hvergi í veröldinni tækni til að leggja slíkann streng á það dýpi sem er í hafinu milli Íslands og annara landa. Þá er lengd milli Íslands og Bretlands meiri en þekkist í slíkum strengjum, en það er þó talið viðráðanlegt, þó augljóslega orkutapið verði mun meira.

Það er stórundarlegt að Landsvirkjun, sem þekkir þessa staðreynd fullvel, skuli vera að eyða peningum í að láta gera einhverja skýrslu um það sem ekki er framkvæmanlegt, enda kemur fram í skýrslu Gamma að ekki sé hægt að leggja mat á kostnað við lagningu og reksturs strengsins, vegna þess að ekki eru til neinar forsendur yrir slíkum útreikningi. Þar með áttu Gamma menn auðvitað að láta staðar numið, enda öll þeirra vinna óþörf eftir slíka yfirlýsingu.

Vel má vera að einhverntímann muni finnast tækni til lagningu rafstrengs á því dýpi sem þarf að fara á með slíkann sæstreng og þá má taka umræðu um hvort það sé hagsælt fyrir okkur, ekki fyrr.

Megin málið er þó að ef til væri þessi tækni og framkvæmanlegt að leggja rafstreng til Bretlands, þurfum við Íslendingar að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort við viljum sjálf nýta þann virðisauka sem til fellur af raforkuframleiðslu, eða hvort við ætlum að flytja þann virðisauka út úr landinu.

Það er í raun eina spurningin sem þarf að svara, þegar og ef einhverntímann verði tæknilega hægt að leggja slíkann sæstreng.

Gunnar Heiðarsson, 11.10.2013 kl. 06:55

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Takk, ég hef þá líklega eitthvað til míns máls.

Berglind Steinsdóttir, 11.10.2013 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband