Þriðjudagur, 15. október 2013
Eru læknar verkalýður?
Ég þekki ekkert til læknastéttarinnar, rétt svo að ég þekki persónulega tvo lækna og það lauslega. Ég veit ekkert um laun þeirra eða aðbúnað. Og hvað vil ég þá með einhverja skoðun upp á dekk?
Ekkert.
Hins vegar heyrði ég í dag að verkalýðshreyfingin beitti sér orðið fyrst og fremst fyrir læknana. Og ég fór að velta fyrir mér hvort læknar væru meiri hagsmunahópur en aðrar stéttir. Kemur til greina að klásusinn í læknadeild snúist um laun, að hafa stéttina nógu fámenna til að hægt sé að halda uppi launakröfum? Það er hægt að sjá við því með því að fara til útlanda, en þeir sem eyða fyrstu 10-15 árum fullorðinsævinnar í útlöndum festa þar kannski rætur óvart, ég tala nú ekki um ef þeir eignast þarlenda maka og ílengjast með nýju fjölskyldunni.
Hvað myndi gerast ef við menntuðum fleiri lækna í Háskóla Íslands? Og hver ERU laun lækna? Ég skil að ábyrgð skurðlækna er mikil en er ábyrgð heimilislækna meiri en ábyrgð hjúkrunarfræðinga eða geislafræðinga? Ég veit þetta ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.