Einn silfurpeningur

Ef ég fengi verðlaun og verðlaunapening fyrir að sitja á varamannabekk og leggja ekkert á mig hefði hann kannski ekkert tilfinningagildi. Ef eitthvað er í peninginn spunnið og ég hef unnið til hans trúi ég að ég vildi eiga hann til minningar um viðburðinn og árangurinn.

Ef aðrir eru sama sinnis getur maður ályktað að margumræddur silfurpeningur hafi hafnað hjá manni sem lagði sig ekki fram. En þá spyr ég mig: Hvert er raunvirði gripsins? Er efnið í honum og vinnan við hann 2 milljóna króna virði?

Og hvern annan getur langað til að eiga svona grip? Mér finnst tilhugsunin um að eiga óverðskuldaðan verðlaunagrip uppi á vegg eða inni í skáp svo galin að ég get ekki sett mig í spor hugsanlegs kaupanda. En kannski verður niðurstaðan af öllu þessu jaríjarí fyrst og fremst sú að næstu „silfurpeningar“ verða úr álpappír.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband