#yolo

Unglinginn í Gaflaraleikhúsinu í kvöld. Ég var búin að heyra viðtal við þessa greindarlegu tvo stráka þannig að ég gekk að því sem vísu að það væri eitthvað spunnið í sýninguna. Og vó, ég hló og hló í 100 mínútur af 105. Mér skilst að þeir séu í 9. bekk og mér er alveg sama hvort þeir strangt til tekið skrifuðu allt sem þeim er eignað, þeir nálguðust unglingsárin af mikilli fimi og skemmtu mér á fullu blasti. Foreldrar þeirra, vinir og skólafélagar voru klárlega á frumsýningunni (í kvöld) og þess konar fólk er yfirleitt erfiðasti áhorfendahópurinn.

Þessar fimm mínútur sem misstu marks voru þegar þeir predikuðu um einelti. Að öðru leyti ætti þessi sýning (með þessum eða sambærilega flinkum leikurum) að rata til sem flestra.

 Unglingurinn í Gaflaraleikhúsinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband