Bronwyn

VW 053Ég var skírð Bronwyn upp á velsku í gær. Bretarnir sem ég umgekkst lungann úr helginni og sem ég umskírði með jafngildum íslenskum heitum beittu sama bragði á mig. Það var um það bil það skemmtilegasta við heimsóknina.

Ég er greinilega ekki víkingur (og þaðan af síður þeir) því að mér varð kalt inn að beini á föstudaginn þegar ég hossaðist um Langjökul og ég er enn að þiðna. Kalda sjávarréttaborðið jók á hrollinn. Gunni og Doddi sem eru á myndinni voru alls óbrúklegir til varmagjafa og ef ég væri eigingjörn myndi ég óska mér hnatthlýnunar í auknum mæli og 25 stiga meðalhita á Íslandi - en ég veit að það kæmi ekki öllum heiminum jafn vel. Sniff.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband