Kenning mín um álverskosninguna heldur enn velli

Handahófskennd könnun mín á því hvort Hafnfirðingar muni greiða atkvæði með eða á móti stækkun álversins í Straumsvík heldur enn, þ.e. að hinir eldri séu heldur með og yngri á móti. Þeir sem eru orðnir fimmtugir muna vel hversu mikil lyftistöng álverið var fyrir 40 árum og meta það við það. Þeir sem eru undir þrítugu eru öðruvísi átthagabundnir, sjá fleiri tækifæri í því að halda landinu frá álverinu og endurvinna svæðið eftir kannski 20 ár eða svo þegar álverinu verður mögulega lokað.

Það eru sem sagt tvær firnaspennandi dagsetningar framundan, 1. mars þegar virðisaukaskatturinn verður lækkaður (reyndar byrjaður að lækka nú þegar sem er ánægjulegt) og 31. mars þegar kosið verður í Hafnarfirði.

Svo verður Diplómatti með fyrirlestur bráðum ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband