Umræða karlanna

Allt í einu tók ég eftir því að umræðan á Facebook um ferðaþjónustuna er borin uppi af körlum. Þetta þýðir ekki að konur hafi ekki skoðanir og alls ekki að umræðan fari hvergi annars staðar fram, bara að í þessum tiltekna hópi, Baklandi ferðaþjónustunnar, tala aðallega karlar. Ég er áhugamaður um ferðaþjónustuna en tjái mig ekki þar öðruvísi en með einstaka lækum. Af hverju ætli það sé?

Meðlimir í Baklandi ferðaþjónustunnar eru núna 1.566 og ég er mjög meðvituð um það þannig að þegar ég skrifa aukatekið orð velti ég fyrir mér hvernig það lítur út sem ég segi. Ef ég reyni að vera fyndin eða kaldhæðin getur það misskilist. Það þvælist fyrir mér. Ég get verið stimluð. Og svo geta hellst inn athugasemdir við þráðinn sem tengjast ekki mínu innleggi. Þetta heftir mig allt saman.

En hitt fólkið sem tekur ekki til máls? Hitt kvenfólkið og auðvitað allir karlarnir sem segja heldur ekki neitt? Kannski það að menn eiga það til að vera orðljótir, hvassyrtir, árásargjarnir og persónulegir? Ég veit það ekki alveg. Kannski eru karlar of opinmynntir og konur of lokaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband