Sunnudagur, 27. október 2013
Gísli, er ekki helgi? - Gísli er ekki Helgi, eða hvað?
Ég var að horfa á Sunnudagsmorgun af því að ég var að heiman í morgun. Það var alveg eitthvað í lagi en upp úr stendur í mínum huga að þetta er alröng tímasetning fyrir þátt af þessu tagi. Mér finnst reyndar sunnudagshádegi almennt séð ekki eðlilegur tími til að horfa á sjónvarp en svona margir léttir strengir, og tilgerðarlegir, kalla fram kjánahrollinn minn.
Og var ég þó fyrirfram dálítið jákvæð út í hjólagarpinn.
Þegar efninu sleppir má halda áfram að gagnrýna öll hrópin. Veit Gísli ekki að míkrófónninn hans magnar upp hljóðið?
En ég er svo mikill sökker að ég horfi aftur næst.
Athugasemdir
Mér finnst mjög einkennilegt að Gísli Marteinn væri ráðinn án auglýsingar. Það telur Sjálfstæðisflokkurinn vera í góðu lagi sbr. þegar Hannes Hólmsteinn var ráðinn til Háskólans á sínum tíma. Gísli sem fór til Bretlands til að læra að verða borgarstjóri fór erindisleysu og er greinilega orðinn fráhverfur pólitík.
Pólitíkin er undarleg tík.
Og áherslurnar í fjölmiðlum einkennilegar að ekki sé meira sagt. Í Mbl. er greint frá því að Harry prins hefði brotið á sér tána, grey strákurinn að lenda í svona löguðu! Hins vegar er ekki minnst aukateknu orði um meint dýraníð í Mbl. sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV í gærkveldi. Mér finnst það málefni miklu mikilvægara enda mun Harry prins njóta að öllum líkindum betri heilbrigðisþjónustu en flestir Íslendingar nú í dag.
En greinilegt er að gúrkutíð er upprunnin í Mbl. Nú getur vart illt versnað mikið úr þessu.
Guðjón Sigþór Jensson, 28.10.2013 kl. 15:11
Sammála þér í þessu.
Berglind Steinsdóttir, 28.10.2013 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.