Gísli, er ekki helgi? - Gísli er ekki Helgi, eða hvað?

Ég var að horfa á Sunnudagsmorgun af því að ég var að heiman í morgun. Það var alveg eitthvað í lagi en upp úr stendur í mínum huga að þetta er alröng tímasetning fyrir þátt af þessu tagi. Mér finnst reyndar sunnudagshádegi almennt séð ekki eðlilegur tími til að horfa á sjónvarp en svona margir léttir strengir, og tilgerðarlegir, kalla fram kjánahrollinn minn.

Og var ég þó fyrirfram dálítið jákvæð út í hjólagarpinn.

Þegar efninu sleppir má halda áfram að gagnrýna öll hrópin. Veit Gísli ekki að míkrófónninn hans magnar upp hljóðið?

En ég er svo mikill sökker að ég horfi aftur næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst mjög einkennilegt að Gísli Marteinn væri ráðinn án auglýsingar. Það telur Sjálfstæðisflokkurinn vera í góðu lagi sbr. þegar Hannes Hólmsteinn var ráðinn til Háskólans á sínum tíma. Gísli sem fór til Bretlands til að læra að verða borgarstjóri fór erindisleysu og er greinilega orðinn fráhverfur pólitík.

Pólitíkin er undarleg tík.

Og áherslurnar í fjölmiðlum einkennilegar að ekki sé meira sagt. Í Mbl. er greint frá því að Harry prins hefði brotið á sér tána, grey strákurinn að lenda í svona löguðu! Hins vegar er ekki minnst aukateknu orði um meint dýraníð í Mbl. sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV í gærkveldi. Mér finnst það málefni miklu mikilvægara enda mun Harry prins njóta að öllum líkindum betri heilbrigðisþjónustu en flestir Íslendingar nú í dag.

En greinilegt er að gúrkutíð er upprunnin í Mbl. Nú getur vart illt versnað mikið úr þessu.

Guðjón Sigþór Jensson, 28.10.2013 kl. 15:11

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Sammála þér í þessu.

Berglind Steinsdóttir, 28.10.2013 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband