Mánudagur, 28. október 2013
Rukkað inn við Geysi - glætan!
Ég er leiðsögumaður á sumrin þannig að nú ætti mér að bregða. En ég er svo forhert að ég held að landeigendur við Geysi - sem eiga landið en ekki náttúrufyrirbærin - séu að skapa sér vígstöðu eina saman með þessu. Að ráða 8 manns í hliðvörslu og til leiðsagnar - neibb, ég trúi þessu ekki. Hins vegar vona ég að eitthvað gott komi út úr þessu, náttúrupassi eða eitthvað álíka komist á koppinn og það verði Í ALVÖRU farið í að laga stígana og afmarka hvar má ganga í grennd við Geysi og Strokk.
Ég sit því hér og hristi hausinn og hugsa: Jibbí, nú gerist eitthvað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.