,,Við hjónin" eða ,,Ég og maðurinn minn"

Ég hnaut um síðu Eiðs Guðnasonar í vikunni og las þar þetta:

Margrét skrifaði (26.10.2013):,,Það fer alveg afskaplega í mig að bókmenntaverk fái að hafa svona málfræðilega rangan titil, Við Jóhanna. Ég skil bara ekki hvernig þetta komst í gegn um prófarkalestur og bókaforlagið svona. 

Eiður á sennilega nokkra dygga lesendur því að nú þegar hafa nokkrar athugasemdir verið gerðar við pistilinn en ég ætla að býsnast hér. Ég leiðrétti (og hef það ekki í gæsalöppum) þýðingu fyrir nokkrum árum þar sem þráfaldlega stóð ég og Harry eða Sally og ég og breytti í við Harry og við Sally. Ég er á því að ég hafi lagað textann verulega. Ég held að orðalagið við hjónin sé ekki í boði í öðrum tungumálum og þess vegna er mjög óíslenskt að tilgreina alltaf báða aðila þegar við Jóhanna er í boði. Og ef Eiður vill láta taka mark á sér er galið að hann birti eitthvað sem hann skilur ekkert í og reynir ekki að skilja. Og er óskiljanleg gagnrýni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband