Föstudagur, 1. nóvember 2013
Árásir í Kringlunni algengar? Neei, fjandinn fjarri mér.
Ég hlýt að hafa tekið skakkt eftir í fréttatímanum. Það var talað við tvær manneskjur í Kringlunni út af einhverri árás einhvers þar. Sá sem kom til hjálpar sagði, eða mér heyrðist það, að það væri í eðli Íslendinga að grípa inn í ef einhver þyrfti hjálp en svo bætti hann við að fleiri Íslendingar mættu taka sér þessa breytni til fyrirmyndar.
Svo var kona sem vinnur í Kringlunni spurð út í málið og hún sagði, eða mér heyrðist það, að þetta væri alltaf að gerast en sér væri verulega brugðið (eins og þetta væri mikil nýlunda).
Það veit sá sem allt veit að ég veit ekki um allar þær þversagnir sem yltu upp úr mér í beinni útsendingu eftir geðshræringu - en ég spyr samt, hafi ég tekið rétt eftir: Hvað er hið rétta? Eru árásir daglegt brauð í Kringlunni og hlaupa þá Íslendingar til eða var þetta undantekning og - hvað?
Kannski var ég bara svona utan við mig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.