Hagræðingartillögur hagræðingarhópsins

Ég opnaði spennt skjalið með tillögunum 111 og skautaði yfir það. Ég viðurkenni að ég bjóst við tölulegum tillögum mældum í milljörðum en svo er ekki. Gott og vel. Ég er mjög skotin í tillögu 16:

16. Greiðslur til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðar samhliða endurskoðun á lögum um fjármál stjórnmálaflokka.

Eru stjórnmálaflokkar ekki frjáls félagasamtök sem ættu að fjármagna sig eins og önnur slík? Jæja, ég er alltént spennt að sjá hvað verður um þessa tillögu. Hins vegar sakna ég þess sárt að sjá ekki tillögu um sameiningu sveitarfélaga, t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Myndi það ekki auka skilvirkni og spara pening að hafa einn Reykjavíkurhrepp frekar en sjö: Seltjarnarnes, Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð og Mosfellsbæ? Er Kjalarnes sá sjöundi eða misminnir mig með fjöldann? Álftaneshreppur er náttúrlega kominn í eina sæng með Garðabæjarhreppi.

Kirkjan nýtur ekki náðar niðurskurðarins og mér er fyrirmunað að skilja það. Eða ætlar einhver að segja mér að hún bjargi geðheilbrigði fjölda fólks?

Sjálfsagt gæti ég komið með fleiri gagnlegar tillögur ef ég læsi allar síðurnar 14.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband