Verkalýðinn má skikka

Þegar kom fram á ofanverða 19. öld var barlómur bænda sakir vinnuhjúavandræða svo hávær að Alþingi afréð að lögfesta lausamennsku. Tilskipunin um lausamennsku 1863 mælti svo fyrir að hver sá sem ekki hefði fimm hundruð á landsvísu í árságóða af fasteign eða öðru fé væri skyldur til að ráða sig í vist eða leysa lausamennskubréf að öðrum kosti. Engin önnur stétt í landinu varð að þola viðlíka frelsisskerðingu og alþýðufólk sem átti hvorki fasteignir né fé í lausum aurum og varð að velja á milli vistar hjúsins eða öryggisleysis lausamennskunnar.

Við brún nýs dags - saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1906-1930, bls. 25

Mér finnst ég sjá eitthvað þessu líkt í dílnum milli ferðaskrifstofa og leiðsögumanna. Leiðsögumaður getur fastráðið sig upp á sultarkjör (262.000 á mánuði í efsta flokki og kannski bara frá maí fram í október) eða harkað. Vandinn er samt sá að harkið gefur ekkert endilega meira í aðra hönd að öðru leyti en því að menn geta á vissum árstímum unnið myrkranna á milli. Og það dimmir frekar seint á sumrin ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband