Laugardagur, 30. nóvember 2013
Stefán Jón í Vikulokunum
Ég trúi ekki að ég hafi misst af Þjóðarsálinni á Rás 2 í gær en guðsblessunarlega er hún geymd í Sarpinum þannig að ég get hlustað á eftir. Og guðsblessunarlega er Stefán Jón í Vikulokunum núna með Björgu Evu og Þorgeiri, án þess að ég sé að halla á þau, því að Stefán Jón er svo einstaklega lausnamiðaður. Hann er alltaf með staðreyndir á hreinu og ég trúi því þegar hann segir að framtíðarsýnin sé sú að sameina RÚV Stöð 2 (Þorgeir gæti stöðu sinnar vegna ekki talað svona þótt hann væri jafn sannfærður og Stefán Jón) og Skjánum og setja undir peningaöfl. Landsbankann?
Þetta er ekki samsæri, þetta er veruleiki sem er til þess fallinn að hafa áhrif á skoðanir fólks. Það er áhyggjuefni og nú er ég skelkuð. Niðurskurðurinn á RÚV stafar ekki af peningaskorti - enda ekki kurl komin til grafar með fjárlagafrumvarpið sem enginn veit fyrir víst hvenær verður rætt og svo samþykkt og þá í hvaða mynd.
Ég sá þetta ekki strax, en er þetta ekki það sem Helgi Seljan spurði útvarpsstjóra um?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.