Bókin af náttborðinu

Stóridómur er fallinn, ég er búin að gefast upp á bók Auðar Jónsdóttur, Tryggðarpantinum. Ég vek athygli á að hún heitir svo, með r-i. Ég hljóp yfir einar 70 blaðsíður og tókst með herkjum að lesa þær síðustu 30. Þetta eru heilmikil vonbrigði því að mér hafði skilist að lesandi gæti fengið nýja sýn á sambúð ólíkra ríkja, bókin væri allegórísk. Og mér fannst varið í Fólkið í kjallaranum.

Ég veit ekki hvort það er til nokkurs að reyna að færa rök fyrir afstöðunni, sumar bækur ná manni bara ekki. Gísella er einhvers konar yfirstéttarstúlka sem lifir í vellystingum praktuglega þangað til allt í einu að allur auður er uppurinn. Til að fjármagna framhaldslíf sitt bregður hún á það ráð að leigja frá sér herbergi í húsinu sem hún erfði, konan sem ekki hafði deilt heimili með neinum frá því að amma hennar féll frá. Nei, þetta er ekki hægt, ég held að mér hafi einfaldlega þótt stærsta vandamálið það að höfundur sýndi ekki, heldur sagði frá. Mér var sagt að Gísella væri pirruð eða stressuð eða glöð - en ekki sýnt það. Kannski var höfundur of mikið að reyna að segja táknsögu frekar en að segja sögu sem hver og einn gæti lesið tákn í eftir eigin behag og smag.

Úff, mér finnst að Ingibjörg eigi ekki að reyna að lesa hana aftur!

Og gaman væri að heyra hvort Vilborg hefur líka lesið þessa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband