Skæruliði - fasisti - málvöndunarmaður - íslenskuunnandi?

Eftir Orðbragð í sjónvarpinu þar sem Bragi Valdimar sagðist vera skæruliði í prófarkalestri og meðal annars neita að borga í stöðumæli með stafsetningarvillum á ég auðvitað auðveldara með að gangast við mínum fasisma.

Olíu var hellt á þann eld um helgina þegar sumir miðlar sögðu að forstjóri Vodafone ætlaði ekki að segja af sér eftir skandalinn þegar tyrkneski hakkarinn opinberaði persónuleg gögn sem Vodafone átti að vera búið að farga. Forstjóri Vodafone hefur hins vegar ekki verið kjörinn og getur þess vegna ekki sagt upp. Hann var ráðinn til starfa og verður því að segja upp ef hann ætlar að hætta. Sem hann ætlar hins vegar ekki að gera. Forstjóri Vodafone mun sem sagt ekki segja upp vegna trúnaðarbrestsins milli fyrirtækisins og viðskiptavinanna. Sú staðreynd er hins vegar efni í annan pistil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband