Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Raunasaga úr grunnskólastarfi
Ég hef mikla samúð með dugmiklum, metnaðarfullum og hugmyndaríkum kennurum sem eru á lélegu kaupi. Í augnablikinu hef ég samt meiri samúð með systur minni, bekkjarfulltrúanum fyrir hönd foreldra, sem skipulagði leikhúsferð hjá bekk dóttur sinnar, fékk afslátt í leikhúsinu, talaði við kennarann, samdi kynningartexta, talaði aftur við kennarann upp á að senda tölvupóst á alla, sú vísaði á annan kennara sem vísaði á skólastjórann - og í stuttu máli datt ferðin upp fyrir af því að boðleiðirnar urðu of langar og skrykkjóttar.
Systir mín er mjög fylgin sér en hún fékk alltaf þau svör að þetta yrði í lagi og svo var bara ekki gert það sem þurfti að gera.
Athugasemdir
Ég er náttlega líka bekkjarfulltrúi og hinn algóði sanneikur er að tölvupóstur virkar ekki sem 100% boðleið skilaboða til foreldra grunnskólabarna. Hér þarf samverkandi aðgerðir og vanda þarf til verka. Athugið að velja annað hvort 1A eða 1B en umfram allt þarf alltaf að framkvæma nr. 2 samhliða.
1A. Fá kennara til að senda bekkjarfulltrúa lista yfir netföng foreldra/nemenda og senda skilaboð þá leið.
1B. Fá lykilorð inn í MENTOR og senda á netföng foreldra þar í gegn. Gallinn er að listinn þar er unnin eftir upplýsingum frá foreldrum sem uppfæra sjaldnast ef netföng breytast.
2. Prenta skilaboð og fjölrita (eða nota sambærilega tækni), afhenda kennara og biðja hann um að setja í töskur hjá nemendum.
Þannig er það.
Þannig er það bara.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 18:22
En kennarinn sagðist ætla að senda tölvupóst og gerði það svo ekki. Þannig var það bara. Þannig var það bara a.m.k. í þetta skipti.
Berglind Steinsdóttir, 27.2.2007 kl. 23:49
Treysta á sjálfan sig og taka ekki mark á neinu fyrr en maður fær sjálfur póst eða skilaboð heim með barninu í skólatöskunni.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.