Er betra að vera vondur?

Þessi færsla er ekki um dómana sem féllu í héraðsdómi í gær. Það mál er of stórt til að leggja út af því. Ég myndi vilja lesa mér miklu betur til – og samt yrði ég ekki spurð. Ég hef ekki aðgang að fjárúttektum, dagsetningum eða Al Thani.

Nei, ég var að hlusta á Gunnar Smára Egilsson sem fór mikinn um alls kyns mál, þar á meðal kjaramál sem eru áhugamál mitt um þessar stundir. Ég tók um daginn þátt í að setja saman kröfugerð, fara með hana á fund viðsemjenda og fylgja henni eftir. Af því að stéttarfélagið mitt er lítið, en samt með gríðarlega sérstöðu, höfum við ekki verið boðuð á næsta fund. Mér skilst að ég geti beðið um fund en um leið er mér þráfaldlega sagt að ekki verði samið við okkur fyrr en búið er að semja við Starfsgreinasambandið. Við gerum okkur auðvitað vonir um talsvert meira en þessi 3% sem seðlabankastjóri þrástagast á, annars óttast ég spekileka og það gengur ekki þegar ferðamönnum fjölgar og fjölgar.

Okkur í kjaranefnd langar að vera kurteis, málefnaleg og vinna saman að uppbyggingu ferðaþjónustunnar, jafnvel semja til lengri tíma – en yrði ekki meira mark tekið á okkur ef við yrðum hvínandi reið eins og Gunnar Smári?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband