Laugardagur, 21. desember 2013
Væntingastjórnun
Einhverja bestu lexíu í samningatækni er að finna í gömlu Andrésar andar blaði. Jóakim forríka aðalönd átti fataverslun og auglýsti gott verð (kjóll á 99 danskar krónur). Kúnnarnir létu ekki sjá sig. Þá breytti hann auglýsingunni og sagði að kjóllinn hefði kostað 159 en væri kominn ofan í 119. Kúnnarnir rifu flíkurnar út og borguðu glaðir uppsett verð.
Er það ekki alltaf þannig að þegar menn semja kröfugerðir (eða fjárlagafrumvörp) setja þeir fram ýtrustu kröfur með það fyrir augum að slá af? Og þegar allir vita það hlýtur það að gera báða samningsaðila jafnvíga. Af hverju fellur þá fólk alltaf fyrir þessu? Af hverju skipta málefnalegar forsendur ekki máli, rök með málstaðnum?
Ég er ekki kát.
Hitt sjálfið mitt er hins vegar komið í fínasta jólaskap með rauðar og bláar seríur um allt hús.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.