Fimmtudagur, 26. desember 2013
Russell Crowe vanmetin auðlind?
Í mörg herrans ár hefur Nothing to Lose verið uppáhaldsmyndin mín. Tim Robbins er góður leikari en aðallega var það handritið sem heillaði mig. Ég sá aldrei fyrir næsta leik, myndin kom mér stöðugt á óvart. Ég hef bara séð hana einu sinni en skima alltaf eftir henni ef ég á leið um dvd-búðir.
Í gær sá ég State of Play í sjónvarpi allra landsmanna. Vá, hvað hún var spennandi og lítt fyrirsjáanleg. Það er eiginlega eina krafan sem ég geri til spennumyndar. Aðalhetjan þarf ekki að geta rennt sér berhent á ógnarhraða eftir grönnum vír og komist skaðlaust frá því. Aðalhetjan þarf sannarlega ekki að vera hönk dauðans. Nei, aðalhetjan má gjarnan vera ástríðufullur blaðamaður sem borðar aðeins of marga ostborgara á pöbbnum og verður dálítið hræddur þegar hann heyrir og sér skyttu í bílakjallaranum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.