Miðvikudagur, 1. janúar 2014
Áramótaskaupið > opinmynntur broskall
Áramótaskaupið er mér yfirleitt að skapi. Að sumu leyti hef ég skilning á að það er erfitt að gera öllum til hæfis, að sumu leyti er ég nógu vel að mér til að skilja brandarana og að sumu leyti er ég almennt til í að hlæja og hafa gaman. En að miklu leyti er skaupið bara gott þótt auðvitað höfði einstök atriði mismikið til fólks.
Ég hló ekki mikið í gærkvöldi, ég var meira í að kinka kolli af því að ég var að einbeita mér að bröndurunum. Þess vegna finnst mér frábært að geta horft aftur. Og aftur og aftur ef því er að skipta.
Í fyrsta lagi er ég kát með að hafa marga leikara, mér finnst það alltaf skemmtilegra en að hafa fáa leikara í mörgum hlutverum. Mér fannst byrjunaratriðið alveg fyndið eins og það var þótt ég skildi ekki nektina. Nú er búið að benda mér á „frummyndina“, myndband með Miley Cyrus – ég skil að vísu ekki af hverju hún situr allsnakin á niðurrifsbolta en nú veit ég að minnsta kosti hvaðan hugmyndin kom. Eins og gefur að skilja þarf að endurnýta tónlistarmyndbönd í öllum þessum niðurskurði. HÍ, RÚV og þróunaraðstoðin verða fyrir kúlunni, Bjarni stoppaði hana við LÍÚ en Vigdís „RÚV-rústar þér“.
Google-bíllinn > fyndið atriði. Koma hans hingað í sumar fór framhjá mér en ég er búin að heyra skemmtilegar sögur af meðvitund fólks. Atriðið endurspeglar þá upplifun (fyrirgefðu, Baggalútur, að ég skuli nota það forsmáða orð) og vilja fólks til að sviðsetja.
Stóra gallabuxnamálið > ég man eftir því.
Siggi Hlö > jamm (þreytandi síbylja).
Ferðamenn arðrændir með hvalaskoðun/hvalveiðum, norðurljósum > tékk. Það er alveg munur á skefjalausri þjónkun við ferðamenn (sbr. að fella niður gistináttagjaldið) og því að veiða þá í gildrur og selja þeim óseljanlega hluti. Þetta er grein sem skiptir alla Íslendinga máli og mig meira en suma þar sem ég hef starfað við ferðaþjónustu á sumrin. Í ljósi samninganna sem við skrifuðum undir 21. desember er ég kannski hætt en ferðaþjónustan heldur áfram að skipta mig máli.
Hannes Óli Ágústsson > sláandi líkur forsætisráðherra.
Gaurarnir fjórir sem borðuðu þurrt kál á veitingastað, þrír þeirra sjálfstætt starfandi og svo Guðmundur Pálsson sem átti að breyta Hofsvallagötu > kannski getur einhver hjálpað mér að skilja brandarann. Mér fannst sketsinn samt skemmtilegur.
Frárennslisatriðið undir söng við lag Ásgeirs Trausta > eina atriðið sem ég horfði ekki á aftur ...
Kosningarnar. Þar var margur naglinn sleginn í höfuðið (gengur ekki að segja: hittur í höfuðið).
Flugdólgsmálið > ókei, það var svolítið júní eða eitthvað og fulllangt. Nei, alltof langt. Er þar mögulega verið að gera grín að Kastljósi og óspennandi viðmælendum?
Klippan af Eiði Smára > dálítið billeg blekking en fimmaurar mega koma með.
Balti og áhættuleikurinn í Esjunni > fulllangt. Samt fyndið, og bullandi góð ádeila á niðurskurð til lista og menningar.
Keflavík Music Festival > man eftir því.
Veðurfræðingurinn fyrir utan húsið > massafyndið. „Við fáum okkur bara ís næsta sumar.“
Fylgistap VG og Samfylkingar sem raunveruleikaþáttur > vel gert. Ég veit ekki einu sinni hver léku þau. Ég er ánægð með það. The Biggest Loser Ísland > er þar ekki verið að draga dár að Ísland Got Talent?
Mountain Dew (á Laugarvatni?) > sú sena er hreinn unaður. Frábærir leikarar.
Ikea-glæpurinn > fyndið atriði.
Króatíu-leikurinn > misheyrnin, hahaha.
NR1DAD sem lagði í þyrlustæði og lét sér á sama standa hvað fólki fannst > frábært atriði.
Sögustundin með barninu þegar „góðu kallarnir“ voru komnir að stjórnvelinum > frábærlega fyndið atriði.
Laddi > ;( ekki mér að skapi, ekki einu sinni þótt hann snúi út úr Eurovision-framlagi okkar.
Litadýrðin á Hofsvallagötu > á toppnum.
Graham-gaurinn > gott atriði. Ari sérlega góður.
Flugvöllurinn > toppatriði. Albesta atriðið. Framan af hvarflaði ekki annað að mér en að Maríanna Clara og Björn tækjumst á um barn. Tilfinningarnar ultu um allt. Sennilega besta leikatriði ársins.
Handarlausi maðurinn á bráðadeildinni > hárbeitt atriði með Steinda og Maríu Hebu.
Bakarameistarinn > slapp.
Sjálfstætt fólk > það grín var allt á kostnað Jóns Ársæls (nema náttúrlega „til mín kveða“ og „Á morgun sefur sá lati“).
WOW > ég hef heyrt að flugfélagið sé dálítið til í að glensast. #djók
Á karla vörum > launfyndið. Ég hló meira núna en í gær.
Essasú, Vodafone > æði!
Meistaramánuður > áður notaður brandari um „heilsufríkin“, samt góður.
Kynningin á lokalaginu fannst mér fyndin.
Áramótaheit Ilmar og Steinda > fyndin.
Lokalagið var gott.
Baggalútur og Saga Garðars rúla. Og auðvitað fleiri.
- Þessi skoðun var í boði Be Stones.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.