Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Einkafyrirtæki með netaðgang læstan
Vinkona mín sem vinnur við innheimtu hjá einkafyrirtæki kemst ekki á t.d. Moggabloggið í vinnunni. Á það reyndi í gær en annars er hún lítið á rápinu í vinnutímanum. Ég veit ekki hvað fleira henni er bannað, nema það að msn-ið var tekið af öllum starfsmönnum fyrir stuttu af því að einhver misnotaði það. Það tefur fyrir henni því að áður gat hún átt í samskiptum við samstarfsfólk í innheimtu meðan hún var með viðskiptavin í símanum.
Lok lok og læs, allt í stáli. Það virðist vera auðvelt að meina fólki um aðgang.
Athugasemdir
Þetta er mjög góð hugmynd - styð hana fullkomlega.
Ingvi (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 14:33
Það er bara af því að þú ert með administrator-réttindi og getur allt!
Berglind Steinsdóttir, 28.2.2007 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.