Föstudagur, 17. janúar 2014
Fangelsisstarfsemi eftirsóknarverð?
Ég er að lesa Fimbulkaldan eftir Lee Child (skáldanafn). Reacher lendir í afviknum bæ sem er fullur af frosti og hann hélt að væri steinsofandi. Þegar á vettvang er komið reynist hann fullur af fólki sem hefur lífsviðurværi sitt af fangelsi sem var sjanghæjað á staðinn. Fangelsinu fylgja mikil umsvif, endalaus röð gesta sem þurfa að borða og sofa á staðnum til að geta heimsótt fangana, sína nánustu. Bisniss. Peningar. Umsvif. Gróði.
Vandræði.
Getur verið að fólk selji einkalíf sitt og öryggi fyrir nokkra upphækkaða jeppa og hús svo stór að það er ógjörningur að halda þeim hreinum?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.