Pólitísk partí

Ég held að Ólafur Stefánsson hafi hitt naglann lóðbeint á höfuðið í Sunnudagsmorgni Gísla Marteins. Flokkarnir þykjast vera hver með sínu mótinu á daginn en á kvöldin eru þeir allir saman í sama partíinu.

Um leið og menn taka málefnalega afstöðu í atkvæðagreiðslu og fylgja sannfæringu sínu er það gagnrýnt og menn hengdir út sem svikarar.

Við kjósendur eigum þannig stóran hlut að máli með því að heimta þrátt fyrir allt að stjórnmálamenn séu í kössum.

Óli orðaði þetta eitthvað öðruvísi ...

Er þetta svolítið þversagnakennt að sjá hjá mér? Aðalatriðið er að menn fá ekki að fara eftir sannfæringu sinni af því að bæði að innan og utan koma fyrirmæli um samtryggingu. Og nýir kjósendur sjá engan tilgang í að nýta atkvæðið sitt. ÞAÐ er sorglegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband