Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Burt með símana úr bílunum
Ég heyrði frétt um að einhver vildi banna alla símanotkun í bílum á ferð, las hana ekki þannig að ég man ekki gjörla hvernig fréttin var. Þá verður líka að banna mönnum að drekka kaffi, snýta börnunum, mála sig, bölva umferðinni og láta hugann reika.
Ég hef reyndar löngum haft efasemdir um að handfrjálsi búnaðurinn bjargi miklu. Ég held að athyglisbresturinn sé í alvörunni stóra vandamálið í akstri.
Ég hef einu sinni lent í árekstri. Það var sannarlegur á-rekstur vegna þess að ég sem annar bíll á ljósum tók lauslega af stað sem fyrsti bíll. Ég held að fremsti bíllinn hafi einmitt verið í hugleiðingum frekar en að hafa hugann við aksturinn. En það var sannarlega ég sem rakst á.
Eftirlitið auðveldast til muna ef símarnir verða bara bannaðir með öllu. Nema hjá farþegunum auðvitað.
Athugasemdir
Það væri lítið gaman að aka ef ekki mætti bölva á meðan maður keyrir.
Ég á annars vinkonu sem setur gjarnan á sig handáburð á meðan hún keyrir. OG þótt hún sé búin að búa í Vancouver í rúm tæp þrjú ár þá keyrir hún ennþá eins og hún væri í Winnpeg, þar sem gula ljósið er lengra og nokkrir bílar geta alltaf keyrt yfir á gulu. Hér koma gulu ljósin í örfáar sekúndur og svo kemur rautt. Þetta þýðir að hún fer alltaf yfir á mjög rauðleitu ljósi. Ég er búin að margbenda henni á hversu stutt gula ljósið er en hún virðist ekki skilja það. Hún þarf sem sagt ekki að vera í símanum til þess að keyra heimskulega. Annars hringdi hún einu sinni í mig þar sem hún var föst í umferð (og setti á sig handáburð á sama tíma). Ég var að segja henni frá einhverju sem augljóslega var mjög leiðinlegt og hún sofnaði. Þannig að hún var í umferðinni, setti á sig handáburð, talaði í síma OG sofnaði. Sem betur fer var umferðarteppa svo þetta olli ekki slysi.
En ég tek undir með þér, handfrjálsi búnaðurinn er ekki nóg því það er einmitt athyglisbresturinn sem skiptir enn meira máli en það að hafa tvær hendur á stýrinu.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.2.2007 kl. 19:21
Hey, þetta sleppur kannski allt ef bíllinn er kyrrstæður, hmmm.
Berglind Steinsdóttir, 28.2.2007 kl. 19:52
Verður ekki bara að finna upp handfrjálsan handáburð líka?
Kjartan Hallur (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 00:32
Bíð spennt eftir frekari verðkönnunum ;)
kk ET
Erla (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.