Atkvæðagreiðsla kynnt í dag

Verkalýðsfélög með beina aðild að ASÍ eiga að tilkynna niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um kjarasamninga í dag. Það er búin að vera heilmikil umræða um jólasamningana upp á 2,8% og hvernig eigi að tryggja kaupmáttinn þannig að túkallinn fari ekki strax allur – og meira til – í verðhækkanir af ýmsum toga. Mér fannst hún reyndar meiri allra fyrst en ég hef fram á þennan dag heyrt spádóma um báðar niðurstöður.

En nú les ég að Blaðamannafélagið sé búið að vísa kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara. Trú þess á samninga og viðræður er þannig lítil og ég spyr:

Í hvað stefnir með vorinu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband