Miðvikudagur, 22. janúar 2014
Leiðsögumenn felldu kjarasamning
Ég get ekki sagt að ég sé hissa á að samningur Félags leiðsögumanna við Samtök atvinnulífsins hafi verið felldur.
223 voru á kjörskrá og 51 greiddi atkvæði, það þýðir 22,9% kjörsókn. Atkvæðagreiðslan var rafræn, fólk þurfti ekki að gera annað en að opna tölvuna sína, sækja seðilinn og gera upp hug sinn.
17 sögðu já, 31 sagði nei, þrír skiluðu auðu. Allt þetta má lesa á heimasíðu Félags leiðsögumanna.
33% sögðu já, rétt rúm 60% nei og þar með er samningurinn felldur. Kjaranefnd sest að borðinu með Samtökum atvinnulífsins með kröfugerðina og reynir að gera betur. Ef það tekst ekki verður hóað í ríkissáttasemjara. Ef ekki tekst að semja með hans hjálp er ferðaþjónustan hugsanlega í uppnámi strax næsta sumar.
Og ég finn mikla ólgu í samfélaginu í alls konar stéttum sem felldu sambærilega samninga.
Því miður held ég að verkföll skili engum neinu í alvörunni en ég held að leiðsögumenn séu ekki lengur til í að vinna fyrir 1500 krónur á tímann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.