Er bíll nauðsyn eða munaður?

Sumir þurfa nauðsynlega að vera á bíl. Eða næstum því að minnsta kosti. Ég hef skilning á því þegar fólk er með mjög mörg börn eða býr langt frá strætóumferð eða á erfitt með gang eða þarf raunverulega að vera víða sama daginn og hefur ekki tíma til að koma sér öðruvísi á milli. En ég veit líka að margir eru háðir bíl af því að þeim finnst þægilegt að geta sest upp í bílinn sinn og keyrt sína leið.

Og já, það er eins og mörgum finnist minnkun að því að nota almenningssamgöngur. Eftir málefnalega ræðu þingmanns í gær er ég sannfærð:

Þetta kemur best fram þegar kemur að strætó, það er reyndar Reykjavíkurlúxus. Fólk kvartar og kvartar undan háu bensínverði og ef maður spyr hvort það hafi hvarflað að einhverjum að hætta að kaupa bensín og fara frekar að nota strætó er svarið: Nei. Þá kemur í ljós að fólk er í skóla, það er í vinnu, það á börn. Er fólk ekki í skóla erlendis? Er fólk ekki í vinnu erlendis? Á fólk ekki börn erlendis? Í strætó? Ég hef búið erlendis, í tveimur löndum. Svarið er: Jú, fólk notar strætó þrátt fyrir það. 

Við kvörtum undan háu verði en verslum engu að síður. Við kvörtum undan lélegum kjarasamningum en gerum ekkert til að hækka þá eða vinna gegn litlum kaupmætti.

Ég veit ekki hvort þetta er séríslenskt en stundum held ég það. Allt fyrir lúkkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband