Fimmtudagur, 1. mars 2007
Hvar er fjölskyldustefnan?
Ég hef ekki leitað að henni í stefnuskrám flokkanna en Orri lýsti eftir henni í dag. Hann veit ekki hvað hann ætlar að kjósa í vor fyrr en hann finnur fjölskyldustefnuna hjá flokkunum.
Hvað á að gera til að auðvelda foreldrum að eyða meiri tíma með börnunum?
Er ekki allt í lagi með þessa spurningu? En svarið?
Svarið getur vel tengst atvinnustefnu, skattamálum, menntamálum, umhverfismálum ... en hver er fjölskyldustefnan?
Athugasemdir
Á mínum vinnustað eru nokkrir sem lýsa eftir einstaklingsstefnu flokkanna þar sem þeim finnst öll þeirra málefni miðast við fjölskyldugildi og hvernig megi vænka hag fjölskyldufólks..... er ekki frá því að ég sé svolítið sammála því......
sólveig (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 14:19
Ætti ég ekki bara að umorða feitletruðu spurninguna svona: Hvað á að gera til að auðvelda fólki að eiga meiri frítíma? Mér finnst nefnilega stemmningin í þjóðfélaginu vera sú að fólk vinni sem mest, óháð því hvort það þarf eða vill. Í gærkvöldi heyrði ég um eitthvert fyrirtæki (Glitni??) sem er með fallega stefnu um sveigjanlegan vinnutíma en í tilfelli einhvers einstaklings sem komst til tals er hann sendur á fundi á kvöldin og iðulega til útlanda - í óþökk hans. Hins vegar er hann kannski stundum í fríi á miðvikudagsmorgnum ... hmmm.
Lýst er eftir einstaklingsstefnu og líka frítímavakningu. Þegar fólk á og notar sér frítíma sinn fer það að hugsa sjálfstætt og gagnrýnið ... sagði t.d. Bryndís Schram nýlega.
Berglind Steinsdóttir, 3.3.2007 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.