Skyldumæting í Bónus

Íþróttasúrmjólk kostaði um daginn 111 kr. - nú 104 kr. (6,3%)

200 g af spínati kostuðu 248, kosta nú 233 kr. (6%)

Kílóverð á banönum var 131 kr. en er nú 123 kr. (6,1%)

Risahraun frá Góu lækkaði úr 49 kr. ofan í 42. (14,3%)

Lækkunin á þessum fjórum vörum er úr 539 í 502, sem sagt um tæp 7%. Ef þetta er eitthvert meðaltal þýðir það að karfan getur lækkað úr 10.000 kr. í u.þ.b. 9.300.

Hins vegar ákvað ég að minnka hagvöxtinn í dag, tók strætó í stað þess að taka leigubíl (sem ég hefði ekki einu sinni þurft að borga sjálf). Ég kláraði eldgamalt strætómiðakort fyrir u.þ.b. þremur vikum og fór því í Rebba í Hamraborginni til að kaupa 11 miða kort. Það kostaði 2.500 kr. og mér gjörsamlega láðist að spyrja hvort búið væri að lækka virðisaukaskattinn. Ferðin kostar þá 227 kr. og ég er svo sannarlega ekki of góð til að borga þær, en er ekki nær fyrir okkur að nýta ferðina með stóru vögnunum frekar en að allir setjist upp í litlu einkavagnana sína? Og ég naut þess að horfa út um gluggann meðan ég hlustaði á gæðaþátt í útvarpinu.

En ég dró úr hagvexti, og enn meir dreg ég úr honum ef ég þverskallast við að kaupa mér nýjan bíl.

Þetta var skrásett með Erlu Englending í huga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk takk elsku Berglind

Erla í Englalandinu (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 16:33

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Kaupmenn virðast ætla að standa sig núna.

Kv. SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 4.3.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband