Laugardagur, 3. mars 2007
Samkeppniseftirlitið reiðir til höggs
Ég starfa í ferðaþjónustunni og mér hefur aldrei dottið í hug að ferðaskrifstofur hefðu samráð. Kannski er ég einfeldningur. Ég hef reyndar ekki skoðað sólarlandaferðir og mér sýnist sem rannsóknin beinist einkum að þeim sem selja þær. Ég á samt minningu um uppsprengt verð á útskriftarferð í menntaskóla þannig að ef maður hrærir í minningunum kemur eitthvað upp á yfirborðið.
Eitt sumarið vann ég mikið fyrir Kynnisferðir, og í sölu á ferðum til útlendinga á Íslandi voru Allrahanda engin grið gefin í dagsferðunum. Þessi tvö fyrirtæki kepptu hvort við annað og við sem unnum hjá þeim vorum stundum stúrin yfir því sjálf að ekki væri hægt að samnýta betur starfskrafta og vagna. Kynnisferðir höfðu (og hafa) reyndar aðgang að miklu stærri markaði af því að þær eru tengdar Icelandair og geta kynnt sig strax í flugvélunum sem flytja flesta farþega til landsins.
Ég varð forviða yfir fréttinni og bíð spennt eftir framhaldinu.
Segja að ekkert samráð sé meðal ferðaskrifstofa innan SAF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þegar ég var að vinna á Terra nova hér í den, þá var alla vega ekkert samráð í gangi. Heldur voru miklar pælingar í gangi um það hvort við værum að verðleggja okkur mikið á skjön við aðra en síðan er auðvitað liðin skrilljón ár og Andri í Heimsferðum búinn að kaupa Terra nova. Það er þá kannski ekki skrítið ef verð hjá Terra nova og Heimsferðum sé keimlíkt.
Ég bíð líka spennt eftir framhaldinu.
ellamaja (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 08:49
Rifjast nú líka enn frekar upp að mamma og pabbi fara reglulega til Kanaríeyja (held þær heiti það ...) og af því að þau kaupa ferðirnar með góðum fyrirvara eins og þeirrar kynslóðar er siður eru þau látin borga himinhátt verð og að auki gengisbreytingar ef óhagstæðar verða fram að brottför. Þau hafa aldrei fengið hagstæðan gengismun endurgreiddan. Og þau hafa skoðað glansbæklingana vel og harðneitað að við, börnin þeirra, fyndum hagstæðari ferðir á netinu.
Veit samt ekki hvort þau hafa skipt mest við Plús-, Sólar-, Heimsferðir, Úrval-Útsýn eða enn annað. Þau eru einmitt á þessari erlendu grundu núna þannig að ég spyr þau heimkomin hvort þau hafi orðið fyrir barðinu á samráði.
Berglind Steinsdóttir, 3.3.2007 kl. 09:08
Ég var að óska eftir tilboðum um helgarferð fyrir stóran hóp og fannst Terranova svara fyrir Heimsferðir og spurði því:" eftir á að hyggja. Er TerraNova það sama og Heimsferðir ? " og fékk svarið orðrétt: "Það er sami eigandi og framkvæmdastjóri að þessum fyrirtækjum svo við vinnum þetta saman. Vonandi getum við þó gert ykkur tilboð á fleiri en einn stað."
Ég leit á þetta sem samvinnu en ekki samráð... æ maður skilur svo lítið og hugsar svo smátt.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.