Mánudagur, 5. mars 2007
Ég sá litla mús
Sem ég spókaði mig um Þingholtin í gær gekk ég fram á mús sem snultraði fyrir framan eina bygginguna. Ég er óttalegur rati í dýrafræðum og skimaði því eftir öðru mér fróðara fólki - sem birtist ekki þannig að ég endaði með að taka mynd af henni svo að menn geti séð hvað hún er mikið krútt ...
Athugasemdir
Áttu orðsyfjar yfir sögnina að "snultra"?
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2007 kl. 18:35
Nýnorska: snultra; sænsk mállýska: snulta; danska: snylte. Ég fletti ekki upp orðsifjunum áður en ég skrifaði orðið, en gáði í orðabók til öryggis af því að ég man ekki eftir að hafa skrifað það áður. Þar stendur: snudda, snasa, leita e-s (t.d. ætis), snuðra, slæpast.
Berglind Steinsdóttir, 5.3.2007 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.