Ég sá litla mús

Sem ég spókaði mig um Þingholtin í gær gekk ég fram á mús sem snultraði fyrir framan eina bygginguna. Ég er óttalegur rati í dýrafræðum og skimaði því eftir öðru mér fróðara fólki - sem birtist ekki þannig að ég endaði með að taka mynd af henni svo að menn geti séð hvað hún er mikið krútt ... 

                                        Mýsla   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Áttu orðsyfjar yfir sögnina að "snultra"?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2007 kl. 18:35

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nýnorska: snultra; sænsk mállýska: snulta; danska: snylte. Ég fletti ekki upp orðsifjunum áður en ég skrifaði orðið, en gáði í orðabók til öryggis af því að ég man ekki eftir að hafa skrifað það áður. Þar stendur: snudda, snasa, leita e-s (t.d. ætis), snuðra, slæpast.

Berglind Steinsdóttir, 5.3.2007 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband