Flugfreyjum fækkað í Bandaríkjaflugi

Mér finnst svolítið spaugilegt, eða kannski grátbroslegt, að Jón Karl Helgason hjá Icelandair tilkynnti víst um 20% fækkun flugfreyja í Bandaríkjaflugi í hagræðingarskyni - og sagði jafnframt að þjónustan yrði ekki skert. Hmmm, hvar hef ég heyrt svipað? Jú, alveg rétt, á kvennafrídaginn 2005 voru konur hvattar til að ganga út af vinnustað kl. 14:08 í táknrænni uppreisn gegn kynbundnum launamun kynjanna ... og einhver háttsettur sagði að leitast yrði við að halda uppi sömu þjónustu.

Hmmm? Helmingur starfskraftsins og sama þjónustustig?

Þar og þá var náttúrlega markmiðið að sýna fram á - aftur - að framlag kvenna til atvinnulífsins skiptir miklu máli. Ég veit ekkert hvort þessi aðgerð sannaði það eða hvort einhverjar misráðnar aðgerðir og frestun á verkefnum eyðilagði áætlunina. Vitanlega voru margir þiggjendur þjónustu á Lækjartorgi eða fastir á Skólavörðustígnum.

Þegar til stendur að fækka flugfreyjum og/eða flugþjónum úr fimm í fjórar/fjóra/fjögur hlýtur þjónustan að skerðast - nema fimmti hver starfsmaður/flugfreyr/öryggisvörður hafi verið verklaus í fluginu. Mér hefði fundist mun klókara hjá Jóni Karli að nota tækifærið til að bjóða fólki þjónustuminna flug, t.d. engan mat og enga sölubúð í háloftunum. Mér hefur stundum ekki fundist hægt að þverfóta fyrir starfsfólki á göngunum með matarbakka þegar fólk langar mest að dorma í friði eða komast á klósettið. Og sjálfri finnst mér enginn tímasparnaður að kaupa óþarfa á lofti.

Jæja, eins gott að Anton lesi þetta ekki ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband