Þegar gefa skal matvæli ...

Við Ásgerður (Bergs, ég þekki ekki Ásgerði Flosa) vorum að tala um það í gær hvað okkur sviði þegar vel ætum mat væri hent á haugana og hann nánast urðaður í beinni útsendingu af þeirri einu ástæðu að hann væri kominn fram yfir tilbúna dagsetningu.

Mér finnst auðvitað ekki að nokkur eigi að borða ónýtan mat og alls ekki að einhver eigi að slá sig til riddara með því að gefa öðrum ónýtan mat. En þessar dagsetningar eru ekki heilagar. Ýmis pakkamatur er stimplaður einhver ár fram í tímann. Hvernig má það vera að niðursuðuvara er í lagi 31. mars og svo ónýt 1. apríl?

Er þetta ekki eitthvert gabb? Erum við orðin svo neyslustýrð að við látum alfarið stjórnast af dagsetningum?

Ég veit ekki hvað var í þessum 3,5 tonnum sem voru pressuð, en það þarf enginn að segja mér að rækjuflögur sem eru bestar fyrir 31. desember 2006 séu eitraðar og skaðlegar 1. mars. Þær gætu verið orðnar linar en ég man líka eftir að hafa fengið ólystugar kartöfluflögur upp úr poka löngu fyrir útrunninn tíma. Þetta eru viðmiðunardagsetningar.

Einu sinni vann bróðir minn í ljósmyndavörubúð. Þá voru myndir teknar á filmu og hann var áhugaljósmyndari. Eftir tiltekinn líftíma filmanna var komin reynsla á að þær gætu verið orðnar ónýtar og þá var vitaskuld ekki hægt að selja þær fólki sem ætlaði að varðveita augnablikið. Hann sem áhugaljósmyndari að gera tilraunir og sem framkallaði myndirnar sínar sjálfur gat vel tekið áhættuna og honum voru stundum gefnar filmur.

Er þessi brottkastsárátta ekki bara hluti af markaðshyggjunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Varðar þetta ekki eitthvað varðandi afskriftir? viðkomandi fyrirtæki getur skráð því sem það hendir sem afskrift.

Ég veit um slíkt dæmi þar sem fyrirtæki hendi vörum vegna frádráttar og uppgefið var margfalt meyra magn en fyrirtækið henti í raun.

Vanagaveltur. Kv. SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 6.3.2007 kl. 09:14

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Myndi það þýða að Fjölskylduhjálp Íslands hefði tekið þátt í einhverju vafasömu?

Berglind Steinsdóttir, 6.3.2007 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband