Þriðjudagur, 6. mars 2007
Umhverfisvinir í raun
Sjálf missti ég af kvöldfréttum en síðunni barst þessi sending frá æstum umhverfisvini, og reyndar systur hjólreiðamanns Íslands nr. 1:
Hvað er að mönnum! Það tala allir um mengun og það að Íslendingar verði að fara að breyta bílaflotanum, minnka notkun einkabíla og blablabla en svo á að setja allt í stokk fyrir marga milljarða króna í stað þess að fara fram á það að fólk breyti lífi sínu og fari út í refsiaðgerðir (eins og t.d. hefur verið gert í mörg ár í Sviss); leyfa eingöngu bílum með slétta tölu í enda bílnúmers að aka á mánud., miðvd. og föstd., en bílar með oddatölunúmer í enda mega aka á þri., fim., lau. Banna nagladekk innan borgarmarka.
Endurskipuleggja og hafa ódýrara í strætó (eða ókeypis), búa til hjólastíga út um allt (það er t.d. létt að hjóla milli Garðabæjar og Háskólans í Reykjavík því þar eru fáar brekkur en það er hins vegar lífshættulegt að hjóla þar á milli eins og staðan er núna - með engan hjólastíg). Það væri hægt að tolla bíla hærra eftir því sem þeir eyða meira o.s.frv. o.s.frv.
Möguleikarnir til þess að minnka umferð í borginni (og þar með leggja okkar af mörkum til minnkandi mengunar í heiminum) eru endalausir en menn eru eins og hálfvitar og gagga bara: STOKK - STOKK - STOKK!
bless! Á
E.s. Japanir og Kínverjar ganga ekki endilega með grisju fyrir andlitinu vegna mengunar heldur vilja þeir ekki smita aðra af t.d. kvefi (ef þeir eru kvefaðir!). Svona eru þeir nú kurteisir!! Íslendingar sjá hins vegar bara manneskju með grímu og halda auðvitað að þeir séu að verja sig en ekki aðra - enda ekki til hjá okkur þessi tillitssemi!!
Eru ekki líka til einhvers konar loftbóludekk? Ég man ekki betur en að Anton hafi talað um þau. Og hvað er að frétta af vetnistilrauninni? Það myndi hjálpa að vera með umhverfisvænna eldsneyti. Metan?
Og ef til mín sést með grisju fyrir andlitinu er það alls ekki vegna svifryks. Nú ætla ég að verða tillitssami Íslendingurinn og hætta að hnerra framan í næsta mann. Hahha.
Athugasemdir
... örlítil viðbót: Þetta dekur við bílafólkið á Íslandi er svona eins og að gefa of feitum krakka bara hamborgara og franskar að borða vegna þess að honum finnst það best!
systir hólreiðamanns Íslands nr. 1 (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 22:33
gaman að sjá að núna korter í kosningar eru stjórnvöld að sýna lit hvað umhverfismál varðar, samanber kolstíflaður geir með hálfan hugann að tilkynna aðgerðir á lækkun tolla eða aðflutningsgjalda á metanbílum, tvígengisbílum og hvað þeir nú heita. getur verið að það hafi eitthvað með fylgi næststærsta flokksins í könnunum undanfarið að gera. bara að spekúlera
Anton Hjartarson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.