Digital Ísland rukkar enn 14% virðisaukaskatt

Það þýðir áreiðanlega langdregið símtal á eftir. Því til viðbótar er ég tvisvar búin að biðja um að fá ekki sendan seðil heim og að þurfa ekki að borga seðilgjald upp á 250 krónur. Fyrir utan að ég er búin að biðja um það og mér hefur verið lofað því - að sleppa við þetta - skilst mér nú að það séu einhver áhöld um hvort yfirleitt  megi rukka mann um sendingarkostnað sem maður skrifaði ekki undir og bað ekki um.

Ég var til í að borga 3.895 kr. fyrir svokallaðan stóra pakka - í honum var allt nema Stöð 2 og sérstakar íþróttarásir - en er rukkuð um 4.145. Og RÚV lækkaði virðisaukaskattinn hjá sér núna um mánaðamótin og af hverju ekki Digital Ísland?

Ohh, ég nenni helst ekki að hringja og tala við einhvern sem bara vinnur þarna. En það þarf að gera fleira en gott þykir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þetta varð sársaukalítið samtal, tók fljótt af og þjónustufulltrúinn sór að ég þyrfti ekki borga tvisvar fyrir marsmánuð. Nú sýni ég biðlund fram í apríl.

Berglind Steinsdóttir, 7.3.2007 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband