Föstudagur, 9. mars 2007
Feti og spínat
Ég er ekki nógu trygglynd - ég sé það núna - til að kaupa sömu vörurnar, sömu merkin, sama magnið aftur og aftur. Það eina sem ég get borið saman núna er kryddolíufetaostur sem hefur lækkað úr 167 í 156 (6,6% lækkun) og 200 g af spínati úr 267 í 248 (7,1% lækkun). Tilfinning mín er sú að þetta sé lækkunin á svona vöru, og meiri á óhollustu.
Hins vegar fór ég í Nóatún í vikunni og þar fannst mér verð hátt, meira að segja á pasta. Og kílóverð á appelsínugulri papriku var 469 kr., humm. Hins vegar keypti ég gómsætt normalbrauð á 324 kr. hleifinn og það var etið upp til agna. Sumt lætur maður fúslega eftir sér, hehe.
Sem ég sit við þessi ritstörf sé ég að Sölvi Tryggvason hefur fengið sömu hugmynd í Íslandi í dag, hehe, og kemst líka að svipaðri niðurstöðu. Það er ekki alveg allt sem lækkaði við virðisaukaskattsbreytinguna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.